27.1.2008 | 14:13
Uppáhalds hljómsveitir/söngvari.
Jæja þá er komið að uppáhaldshljómsveit minni (ef einhver er að lesa)
1. Queen
Ég hef hlustað á þessa hljómsveti frá því ég var 8 ára minnir mig. Óendanlega góðir og þrátt fyrir að ég er farinn að hlusta mikið á rapp þá stendur Queen alltaf best fyrir sínu. Freddy Mercury er óumdeilanlega besti söngvari allra tíma. Brian May er óumdeilanlega svalasti gítarleikari allra tíma og þeir gerast varla flottari heldur en glókollurinn Roger Meddows-Taylor. Synd og skömm að hann Freddy hafi dáið, enginn hefði komið í hans stað þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá David Bowie prufa það.
2. Bone Thugs and harmony
Þessi hljómsveit hefur verið í miklum metum eftir að Hlynur Hugi gaf mér plötuna T.W.O. (Thug World Order) eftir Slóveníu ferðina frægu. Þeir voru í miklum metum hjá legendinu Eazy E og gerðu þeir lagið Crossroads í minningu hans. Lögin Crossroads, Home og I tried eru frábær meira að segja þrátt fyrir að hryllingurinn Akon sé í I tried. Ég mæli eindregið með þessari hljómsveit þrátt fyrir að flestir sem ég þekki eru ekki miklir hip hop aðhángendur.
3. Common
Allir geta hlustað á Common. Lög eins og The Food (Kanye West), Be og Love is... eru ótrúlega flott lög. Hann og Kayne West sem sló í gegn hérna á Íslandi vinna virkilega mikið saman og kemur það ALLTAF vel út. Platan Be er með bestu plötum allra tíma.
4. Metallica
Ég verð að hafa Metallica þrátt fyrir að ég hlusti ekkert mikið á þá núna. Þá voru tónleikarnir þeirra í Egilshöll bara ódeilanlega bestu tónleikar sem ég hef farið á og þeir bestu af öllum sem ég mun fara á. Uppáhalds lögin mín eru The Unforgiven 1 og 2 og síðan Master Of Puppets. Þessi hljómsveit er einfaldlega legend
5. Immortal Technique
Þessi maður er ótrúlegur. Hann rappar ótrúlega mikið um samsæringu í Bandarísku stjórninni, trú og rasista. Textarnir hans eru alltaf virkilega grófir en hann er endanlega svalur. Lög eins og Industrial Revolution, Cause of Death og svo Bin Laden, lýsa honum eindregið mikið. Mæli ekki með þessum lögum fyrir viðkvæma enda virkilega grófir textar.
Um bloggið
Davíð Daníelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.